Viðhald fyrir húsfélög
Við erum sérfræðingar í viðhaldi og endurbótum á húsum og fjöleignarhúsum. Hús og Við hefur áratuga reynslu og bjóðum við upp á heildarlausnir fyrir húsfélög sem tryggja að eignir þínar haldist í góðu standi. Við leggjum metnað í að veita faglega og áreiðanlega þjónustu hvort sem um er að ræða úttektir, viðhaldsáætlanir eða framkvæmdir.
Alhliða viðhald
Við tökum að okkur alla þætti viðhalds:
- Múrviðgerðir: Við bjóðum upp á alhliða múrviðgerðir og tryggjum að burðarvirki sé í toppstandi.
- Þakviðgerðir: Þjónusta okkar nær yfir viðgerðir á þökum og endurnýjun eftir þörfum.
- Gluggaskipti: Við sjáum um öll gluggaskipti
- Málningarvinna: Málningarvinna bæði innan- og utanhúss.
Sérfræðingur í úttektum og viðhaldsvinnu
Við gerum ítarlegar úttektir og úttektarskýrslur til að greina hvað þarf að gera til að viðhalda eigninni. Einnig útbúum við kostnaðaráætlanir fyrir verkin og sjáum um að framkvæma þau með fagmennsku að leiðarljósi.
Þjónustusamningar fyrir húsfélög
Við bjóðum einnig upp á þjónustusamninga fyrir húsfélög. Með þjónustusamningi frá okkur er tryggt að allt viðhald verði framkvæmt á réttum tíma og í samræmi við þarfir eignarinnar.
Við gerum tilboð í verkið þér að kostnaðarlausu - svona er ferlið
Við gerum allt til þess að ferlið gangi eins þægilega og hægt er fyrir þig. Margra ára reynsla skilar sér ávallt í þægindum fyrir viðskiptavin.
Við sérhæfum okkur í viðhaldi fasteigna, fyrir húseigendur, húsfélög, sumarhúsaeigendur, vinnu við nýbyggingar og viðbyggingar, gluggaskipti, þakskipti, flísalagnir & múrun.
Fáðu tilboð í þitt verk hér að neðan.
1
Símtal
Við heyrum í þér og fáum stutta lýsingu varðandi verk.
2
Úttekt
Við mætum til þín og tökum út verkstað.
3
Verklýsing
Við útbúum verklýsingu eftir úttektina og sendum á þig.
4
Tilboð
Við sendum þér fast verðtilboð.